Nýjast á Local Suðurnes

Kennsla fellur niður hjá DansKompaní

Öll kennsla fellur niður hjá DansKompaní á meðan samkomubann stendur yfir. Skólinn hefur ekki aðstöðu til að uppfylla þau skilyrði sem til þarf til að halda kennslu gangandi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá DansKompaní, sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan:

Kæru nemendur, foreldrar og forráðamenn

Í ljósi aðstæðna verður engin kennsla í skólanum á meðan samkomubann er í gildi.

Ákvörðunin er þungbær en nauðsynleg þar sem við getum ekki uppfyllt þær kröfur sem samkomubannið krefst. Við viljum fyrst og fremst tryggja öryggi nemenda og starfsfólks skólans ❤️

Við munum setja upp síðu á heimasíðu skólans í vikunni þar sem má finna æfingar o.fl. fyrir nemendur á meðan kennsla liggur niðri. Einnig verða lög fyrir vorsýningu send út svo allir geti æft sig heima.

Breytt skipulag annarinnar er í vinnslu og verður tilkynnt þegar hlutirnir fara að skýrast.

Ég vona að þið hafið það sem allra best ❤️

Kærleikskveðja
Helga Ásta Ólafsdóttir
Skólastjóri DansKompaní