Fundu fyrir skjálfta í Grindavík og Reykjanesbæ
Jarðskjálfti að stærð 3,3 mældist klukkan korter yfir fjögur síðdegis um 3,5 kílómetra norðaustan við Grindavík. Fjöldi eftirskjálfta fylgdi í kjölfarið.
Veðurstofunni hefur borist tilkynningar um að skjálftans hafi orðið vart í Grindavík og Reykjanesbæ.