Nýjast á Local Suðurnes

Henti frá sér fíkniefnum þegar lögregla nálgaðist

Lögreglan á Suðurnesjum fann umtalsvert magn af meintum fíkniefnum, amfetamíni,  í húsleit sem gerð var í íbúðarhúsnæði í umdæminu fyrr í vikunni. Einnig fundust tveir hnífar og öxi. Grunur leikur á að fíkniefnasala hafi farið fram á staðnum. Húsráðandi játaði brot sitt að hluta við skýrslutöku.

Þá var ökumaður sem lögregla tók úr umferð með meint LSD í fórum sínum. Hann var ökuréttindalaus og grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Annar karlmaður sem lögregla hafði afskipti af henti frá sér fíkniefnum þegar hann varð var við  að lögreglumenn ætluðu að hafa tal af honum.