Styttist í að rafíþróttadeild Keflavíkur taki til starfa
Það styttist í að uppsetningu rafíþróttadeildar undir merkjum Keflavíkur ljúki og mun starfsemin hefjast síðar á þessu ári. Þetta kemur fram á Fésbókarsíðu deildarinnar, sem finna má hér fyrir neðan.
Á meðal þess sem áhersla verður lögð á í þjálfuninni er forvarnarfræðsla bæði fyrir spilara og foreldra. Á síðari stigum verður ákveðið hvaða leikir verða í boði, og verður það gert í samráði við áhugasama, en þegar er komið upp lið sem mun spila CS:GO.