Nýjast á Local Suðurnes

Um helmingur kjósenda í Suðurkjördæmi býr á Suðurnesjum – Sjáðu fimm efstu á öllum listum!

Mynd: Wikipedia

Kosningar til alþingis fara fram þann 28. október næstkomandi og munu 10 flokkar bjóða fram í Suðurkjördæmi að þessu sinni, en kjördæmið er það fjórða stærsta á landinu, með rúmlega 36.000 kjósendur á skrá. Af þessum 36.000 kjósendum eru um 16.000 búsettir á Suðurnesjum, eða um 45%. Kjördæmið er einnig það víðfermasta, en það nær frá sveitarfélaginu Hornafirði til sveitarfélagsins Garðs á Reykjanesi.

Ef teknir eru fimm efstu á listum allra framboða halda um 50% frambjóðenda lögheimili á Suðuðurnesjum eða 26 af 50 frambjóðendum. Hlutfall kvenna á listunum tíu er um 60%, sé tekið mið af fimm efstu á hverjum lista, en 29 konur skipa einhver af fimm efstu sætum þeirra lista sem bjóða fram í Suðurkjördæmi, þar af skipa fjórar konur efsta sæti. Framboð Dögunar sker sig þó úr, en fimm efstu sæti listans eru skipuð konum, en það er einnig eini listinn hvar Suðurnesjafólk skipar öll fimm efstu sætin.

Á kosningavef Dómsmálaráðuneytisins kemur fram að við alþingiskosningar 2017 skulu vera 10 þingsæti, 9 kjördæmissæti og eitt jöfnunarsæti í Suðurkjördæmi.

Hér fyrir neðan má sjá fimm efstu frambjóðendur allra lista sem bjóða fram í kjördæminu:

Viðreisn:

 1. Jóna Sólveig Elínardóttir, Selfossi
 2. Arnar Páll Guðmundsson,Reykjanesbæ
 3. Stefanía Sigurðardóttir, Reykjavík
 4. Sigurjón Njarðarson, Selfossi
 5. Guðbjörg Ingimundardóttir, Reykjanesbæ

Framsókn:

 1. Sigurður Ingi Jóhannsson, Hrunamannahreppi
 2.  Silja Dögg Gunnarsdóttir, Reykjanesbæ
 3. Ásgerður K. Gylfadóttir, Höfn í Hornafirði
 4. Jóhann Friðrik Friðriksson, Reykjanesbæ
 5. Sæbjörg Erlingsdóttir, Grindavík

Sjálfstæðisflokkur:

 1. Páll Magnús­son, Vestmannaeyjum
 2. Ásmund­ur Friðriks­son, Reykjanesbæ
 3. Vil­hjálm­ur Árna­son, Grindavík
 4. Unn­ur Brá Kon­ráðsdótt­ir, Hvolsvelli
 5. Krist­ín Trausta­dótt­ir, Selfossi

Björt framtíð:

 1. Jasmina Crnac, Reykjanesbæ
 2. Arnbjörn Ólafsson, Hafnarfirði
 3. Valgerður Björk Pálsdóttir, Reykjanesbæ
 4. Drífa Kristjánsdóttir, Bláskógabyggð
 5. Guðfinna Gunnarsdóttir, Selfossi

Flokkur fólksins:

 1. Karl Gauti Hjaltason, Kópavogi
 2. Heiða Rós Hauksdóttir, Reykjanesbæ
 3. Guðmundur Borgþórsson, Reykjanesbæ
 4. Margrét Óskarsdóttir, Selfossi
 5. Hjálmar Gunnar Guðbjörnsson, Reykjanesbæ

Dögun:

 1. Ragnhildur L. Guðmundsdóttir, Reykjanesbæ
 2. Aníta Engley, Reykjanesbæ
 3. Ásta Bryndis Schram, Garði
 4. Gunnhildur H. S. Magnúsdóttir, Garði
 5. María Líndal, byggingafræðingur, Reykjanesbæ

Samfylking:

 1. Oddný G. Harðardóttir, Garði
 2. Njörður Sigurðsson, Hveragerði
 3. Arna Ýr Gunnarsdóttir, Árborg
 4. Marinó Örn Ólafsson, Reykjanesbæ
 5. Guðný Birna Guðmundsdóttir, Reykjanesbæ

Píratar:

 1. Smári McCarthy, Reykjavík
 2. Álfheiður Eymarsdóttir, Selfossi
 3. Fanný Þórsdóttir, Grindavík
 4. Albert Svan Sigurðsson, Reykjanesbæ
 5. Kristinn Ágúst Eggertsson, Selfossi

Miðflokkurinn:

 1. Birgir Þórarinsson, Vogum.
 2. Elvar Eyvindsson, Rangárþingi eystra.
 3. Sólveig Guðjónsdóttir, Árborg.
 4. Ásdís Bjarnadóttir, Hrunamannahreppi.
 5. Bjarni Gunnólfsson, Reykjanesbæ.

Vinstrihreyfingin grænt framboð:

 1. Ari Trausti Guðmundsson, Reykjavík
 2. Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, Skaftártungu
 3. Daníel E. Arnarsson, Hafnarfjörður
 4. Dagný Alda Steinsdóttir, Reykjanesbæ
 5. Helga Tryggvadóttir, Vogar