Nýjast á Local Suðurnes

Bitin af Husky hundi og biðlar til hundaeigenda að vera ekki með hunda sína lausa

Kona sem bitin var af hundi í Reykjanesbæ í fyrradag biðlar til hundaeigenda að vera ekki á göngu með hundana lausa. Konan var bitin af hundi af Husky tegund og þurfti að leita aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Sauma þurfti sárið auk þess sem konan fékk stífkrampasprautu.

Konan lýsir atvikum í færslu á Facebook-síðunni Íbúar Innri-Njarðvíkur, en þar segist hún hafa verið á gangi með sinn hund þegar husky hundur hafi komið upp að henni og hundi hennar, hundarnir hafi byrjað að takast á þar sem konan lendir á milli þeirra og verið bitin í lærið. Þá segist konan vera þakklát fyrir að ungur sonur hennar hafi ekki verið úti að ganga með hundinn.

Nokkrar umræður hafa skapast um hunda og lausagöngu þeirra við færslu konunnar og er meðal annars bent á að lausaganga hunda sé bönnuð í sveitarfélagfinu.