Nýjast á Local Suðurnes

Jeb Ivey snýr aftur í Ljónagryfjuna

Körfuknattleiksdeild UMFN hefur komist að samkomulagi við Jeb Ivey um að leika með liðinu á næstu leiktíð. Samningur þess efnis var undirritaður nú í kvöld og er samningurinn til 1 árs.

Ivey er kunnugur Ljónagryfjunni en hann spilaði með meistaraliði UMFN árið 2006 og svo aftur árið eftir þar sem liðið fór í undanúrslit. Þess á milli hefur hann spilað í Evrópu og síðastliðin ár hefur Jeb spilað í Finnlandi við góðan orðstýr. Jeb var t.a.m. einn af stigahæstu leikmönnum deildarinnar á síðustu leiktíð.