Nýjast á Local Suðurnes

Einn vinsælasti veitingastaður Suðurnesja til sölu

Veitingastaðurinn Vitinn hefur verið auglýstur til sölu. Vitinn er rúmlega 35 ára gamalt fjölskyldufyrirtæki og einn vinsælasti veitingastaðurinn á Suðurnesjum.

Vitinn er staðsettur í Sandgerði á Reykjanesi í miðjum Unesco Geopark, segir í sölulýsingu.

Staðurinn er í 7 mín aksturfjarlægð frá Keflavíkurflugvelli og frá honum er um 35 mín akstur á höfuðborgarsvæðið.

Þá  er landfræðileg lega staðarins sögð einstök þar sem hægt er að sinna sérstaklega vel gestum sem eru að koma eða fara í flug og hefur þetta gjörbreyst á síðustu árum þar sem boðið hefur verið upp á miðnæturflug.

Margir gestir vilja enda dvölina í kvöldverði á Vitanum og síðustu sumur hafa gestir þurft frá að hverfa vegna þess að staðurinn er yfirbókaður. Staðnum hefur verið vel við haldið í gegnum tíðina, öll gólf er t.d. lökkuð og vernduð einu sinni á ári og innréttingar hafa verið endurnýjaðar eftir þörfum og hagkvæmi hverju sinni.