Nýjast á Local Suðurnes

Fjögur staðfest smit á Suðurnesjum

Fjögur staðfest kórónuveirusmit eru á Suðurnesjum samkvæmt fundargerð neyðarstjórnar Reykjanesbæjar. Ekki er lengur gefið upp hversu margir eru í sóttkví eftir landshlutum á vef Covid.is, en gera má ráð fyrir að það séu nokkrir tugir á Suðurnesjasvæðinu.

Staðfest smit í Björginni, geðræktarmiðstöð á Suðurnesjum, er eitt og eru 10 einstaklingar komnir í sóttkví í kjölfar leiðbeininga frá smitrakningarteyminu. Björginni var lokað um tíma og þrifin með tilliti til sóttvarna. Björgin opnaði síðan aftur mánudaginn 6. júlí og verður opin frá kl. 10.00 – 14.00 til 13. júlí. Gert er ráð fyrir að starfsemi Bjargarinnar geti síðan verið með hefðbundnum hætti frá 14. júlí.