Nýjast á Local Suðurnes

Tveir féllu 3,5 metra

Vinnuslys varð í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í gær þegar vinnupallur gaf sig og tveir menn féllu á jörðina.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum, en ekki er nánar til tekið hvar í umdæminu slysið átti sér stað. Segir að um hafi verið að ræða 3,5 metra fall.

„Annar þeirra fékk högg á höfuðið og var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Hinn slapp án meiðsla,“ segir í tilkynningunni.