Nýjast á Local Suðurnes

Hvasst í hviðum á morgun – Stormviðvörun frá Veðurstofu

Veðurstofan spáir 20 m/sek og allt að 35 m/sek í hviðum

Skjáskot frá Veðurstofu - Þessi litakokteill boðar ekki gott

Veðurstofan varar því að vindur við suðurströndina geti farið í 35 metra á sekúndu í hviðum á morgun. Samkvæmt nýjasta veðurskeyti frá Veðurstofunni verður vaxandi suðaustanátt og það fer að þykkna upp í fyrramálið. Vindhraðinn á Suðurnesjum gæti orðið allt að 20 metrum á sekúndu og jafnvel orðið hvassara í hviðum.

Þá má búast við að vindur fari í þrettán til tuttugu metra á sekúndu og honum fylgi talsverð rigning sunnan- og vestantil síðdegis. Þá verður hvassast við ströndina. Vindátt verður mun hægari á Norður- og Austurlandi og þurrt framan af degi á morgun en þar hvessir síðan og fer að rigna.