Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi

Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar og bæjarfulltrúi Beinnar leiðar, mun leiða lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum.
Frá þessu greinir Guðbrandur á Facebook-síðu sinni.
Guðbrandur hefur unnið að sveitarstjórnarmálum í rúm tuttugu ár og gegnir nú stöðu forseta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar ásamt því að sitja í bæjarráði sem hann hefur gert mörg undanfarin ár. Þá starfaði hanm einnig sem framkvæmdastjóri Verslunarmannafélags Suðurnesja í rúm 20 ár, auk þess að vera formaður þess félags. Guðbrandur starfaði sem formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna í 6 ár.