Nýjast á Local Suðurnes

Íbúar í Grindavík og Vogum hvattir til að loka gluggum og hækka í ofnum

Íbúar í Grindavík og Vogum eru hvattir til að loka gluggum hjá sér fyrir nóttina og hækka í ofnum vegna óhagstæðrar vindáttar. Von er á gasmengun frá gosstöðvunum við Fagradalsfjall.

Í nótt er útlit fyrir fremur hæga norðaustan- og austanátt á gosstöðvunum, og gasmengun gæti því blásið yfir Grindavík og Voga. Á morgun verður áttin vestlæg eða breytileg og einhverrar gasmengunar gæti orðið vart í Ölfusi.

Hægt er að fylgjast með loftgæðum í Grindavík inni á www.loftgaedi.is