Nýjast á Local Suðurnes

Manneskju bjargað úr sjó við Grindavík

Slökkvilið Grindavíkur og björgunarsveitin Þorbjörn voru kölluð út klukkan 19:48 í kvöld vegna manneskju sem hafði farið í sjóinn við Grindavík.

Á vef Vísis er haft eftir Ásmundi Jónssyni, slökkviliðsstjóra í Grindavík, að tekist hafi að bjarga manneskjunni á nokkrum mínútum og var hún flutt á sjúkrahús í Reykjavík. Nánari upplýsingar fást ekki um málið samkvæmt vef Vísis.