Nýjast á Local Suðurnes

Menningarverðlaun Reykjanesbæjar afhent á föstudag

Súlan, menningarverðlaun Reykjanesbæjar árið 2016, verður afhent við formlega athöfn í Bátasal Duus Safnahúsa föstudaginn 11. nóvember n.k. kl. 18.00. Styrktar- og stuðningsaðilum Ljósanætur verður við sama tækifæri  þakkaður stuðningurinn og þrjár nýjar sýningar verða opnaðar.

Allir velunnarar menningarlífs í Reykjanesbæ eru boðnir velkomnir til að gleðjast yfir blómlegu menningarlífi og þiggja veitingar.