Hvassviðri og mikil hláka

Veðurstofan hefur gefið út gular og appelsínugular viðvaranir fyrir mestan hluta landsins í dag og á morgun. Spáð er mikilli úrkomu og hláku.
Um helgina er búist við hvassviðri og talsverðri úrkomu. Nauðsynlegt er að hreinsa niðurföll og fráveituskurði til að draga úr hættu á vatnstjóni.
Aðstæður á vegum geta verið erfiðar, bæði vegna hálku og sterkra vindhviða. Ökumenn eru hvattir til að aka varlega og aðlaga akstur að aðstæðum.
Í tilkynningu er fólk hvatt til að fylgjast vel með veðurviðvörunum og veðurspá: https://www.vedur.is/um-vi/frettir/vidvaranir-vegna-hvassvidris-og-urkomu-naestu-daga