Nýjast á Local Suðurnes

Eldgosaviðvörunarkerfi HS Orku tilnefnt til verðlauna

Sjálfvirkt eldgosaviðvörunarkerfi HS Orku hefur verið tilnefnt til UT-verðlauna Ský. Auðlindastýring HS Orku hefur þróað kerfið, sem er það fyrsta sinnar tegundar á heimsvísu.

Hugbúnaðurinn í kerfinu les inn og greinir gögn sem send eru frá þrýsti- og hitamæli sem staðsettur er á 850 metra dýpi í holu 12 í Svartseng og hefur kerfið reynst afgerandi í því að upplýsa Veðurstofuna og Almannavarnir um yfirvofandi eldgos.

Verðlaunin verða afhent á UT-messunni í Hörpu á föstudaginn kemur en verkefnið er eitt þriggja í flokknum stafræn opinber þjónusta.

Á myndinni má sjá Dr. Lilju Magnúsdóttur, sem leiðir teymið í auðlindastýringunni, við borholuna í Svartsengi.

Hér fyrir neðan má lesa nánar um verkefnið:

https://www.sky.is/ut-verdlaunin/3058-2025-ut-verdlaun-sky-tilnefningar