Nýjast á Local Suðurnes

Már synti tvisvar undir gildandi heimsmeti

Mynd: Facebook / Íþróttasamband fatlaðra

Már Gunn­ars­son, sundmaður úr ÍRB, synti í tvígang und­ir gild­andi heims­meti á Íslands­móti Íþrótta­sam­bands fatlaðra í sundi, sem fram fer um helgina.

Már synti á tím­an­um 2:34,57 mín­út­um í flokki S11 í 200 metra baksundi í 25 metra laug sem er heims­met en metið hef­ur þó ekki verið form­lega staðfest.

Þá synti hann und­ir gild­andi heims­meti í 50 metra baksundi á tímanum 33,17 sek­únd­um, en hann kepp­ir í flokki S11 (blind­ir).