Nýjast á Local Suðurnes

Allir nema einn með allt í toppmálum

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Lögreglan á Suðurnesjum hefur stöðvað um fimmtíu ökumenn á undanförnum dögum vegna sérstaks eftirlits með ölvunarakstri á aðventunni.

Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að allir ökumenn sem stöðvaðir voru hafi verið með allt sitt á hreinu, utan einn sem var ekki með ökuskírteinið meðferðis. Farþegi í þeirri bifreið tók við akstrinum.