Nýjast á Local Suðurnes

Sara efst Íslendinganna eftir tvær greinar – Síðasta grein dagsins í beinni kl. 21:25

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er efst Íslensku kvennana þegar tveimur greinum af þremur er lokið á fyrsta keppnisdegi Heimsleikanna í crossfit. Ragnheiður Sara er í 6. sæti í heildina fyrir þriðju greinina, Katrín Tanja Davíðsdóttir í 8. sæti, Annie Mist í því 11. og Þuríður Helgadóttir vermir 17. sætið um sinn.

Þriðja keppnisgrein dagsins hefst klukkan 21:25, en hana er hægt að horfa á í beinni útsendingu hér fyrir neðan, eða með því að smella hér.