Nýjast á Local Suðurnes

Ragnheiður Sara sigraði á sterku móti í Boston

Ragnheiður Sara á verðlaunapalli - Mynd: Berglind Sigmundsdóttir

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir sigraði “Kill Cliff East Coast Championship” mótið í crossfit sem fram fór í Boston um helgina. Þetta er annað árið í röð sem Ragnheiður Sara sigrar á þessu sterka móti.

Að þessu sinni voru 24 keppendur skráðir til leiks í kvennaflokki, þar á meðal þær Katrín Tanja Davíðsdóttir og Annie Mist Þórisdóttir sem báðar hafa unnið Heimsleikana í crossfit, Katrín Tanja lenti í 6. sæti og Annie kláraði ekki keppnina.

Verðlaunin í þessu móti eru ekki af verri endanum en fyrir sigurinn fékk Ragnheiður Sara um þrjár milljónir króna.

Hér má sjá lokastöðuna í kvennaflokki.