Nýjast á Local Suðurnes

Reykjanesbær tekur milljarð að láni

Ljósmynd: Reykjanesbær.is / OZZO

Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að óska eftir skammtímafjármögnun upp á milljarð. Þá er óskað eftir framlengingu á lánasamningi sem er á gjalddaga í lok febrúar.

Er fjármögnunin ætluð til að brúa bil þar til jafnvægi kemst á dreifingu fjárstreymis en fasteignagjöld eru innheimt frá febrúar til nóvember ár hvert og kemur því fall í fjárstreymi í desember og janúar um 700 milljónir króna, segir í fundargerð bæjarráðs.