Nýjast á Local Suðurnes

Fleiri missa pláss í FLE

Margir samningar sem snúa að verslunar- og veitingarekstri í Flugstöð Leifs Eiríkssonar renna út á næstunni og verða boðnir út. Þetta var á meðal þess sem kom fram á kynningarfundi fyrirtækisins með áhugasömum rekstraraðilum í Hörpu í dag. Í morgun var greint frá því að veitingastöðum Joe and the juice, Nord og Loksins yrði lokað um áramót.

Nú standa yfir mikl­ar fram­kvæmd­ir á flug­stöðinni, sem hljóða upp á 37 millj­arða króna, og er áætlað að nýtt versl­ana- og veit­inga­svæði verði 25.000 fer­metr­ar.

Meiri rekst­ur í stöðinni verður boðinn út í ár, á borð við gler­augna­versl­un, gjafa­vöru og úti­vist, kaffi­hús og gjald­eyr­isþjón­usta, en flest­um samn­ing­um við rekstr­araðila er að ljúka.