Nýjast á Local Suðurnes

Byggða- og Listasafn Reykjanesbæjar fá styrki frá Safnasjóði

Byggðasafn Reykjanesbæjar telst viðurkennt safn af Safnaráði Íslands og hlaut fullan rekstrarstyrk sem er nú kr. 800.000.  Að auki hlaut safnið kr. 1.300.000 í verkefnastyrki.  Þá telst Listasafn Reykjanesbæjar einnig viðurkennt safn af sama ráði og hlaut einnig fullan rekstrarstyrk kr. 800.000. Að auki hlaut safnið kr. 800.000 í verkefnastyrk. Samtals fá söfnin því 3,7 milljónir króna í styrki frá Safnaráði þetta árið.

Rekja má sögu Byggðasafnsins aftur til 1944, þá undir nafninu Byggðasafn Keflavíkur, en það var stofnað af Ungmennafélagi Keflavíkur. Annan maí 1967 var skipuð nefnd um byggðasafn í Njarðvík. Árið 2002 var ákveðið að breyta nafni safnsins í Byggðasafn Reykjanesbæjar, enda skilgreinir það nafn betur starfssvæði safnsins.

Sýningarsalur Byggðasafns Reykjanesbæjar er líkt og Listasafnið staðsettur í Duus Safnahúsum, þar sem settar eru upp tímabundnar sýningar á vegum safnanna.