Nýjast á Local Suðurnes

Nýr meirihluti að fæðast í Reykjanesbæ

Meirihlutaviðræður Samfylkingar, Framsóknarflokks og Beinnar leiðar í Reykjanesbæ ganga vel og stefnir í að meirihlutasamstarf flokkanna þriggja verði kynnt fljótlega. Þetta staðfesti Guðbrandur Einarsson, formaður Beinnar leiðar, í samtali við fréttastofu RÚV í hádeginu.

Guðbrandur sagði að lítill sem enginn ágreiningur væri um málefnasamning flokkanna þriggja og að allir væru sammála um að halda Kjartani Má Kjartanssyni í bæjarstjórastólnum.