Nýjast á Local Suðurnes

Vilja áframhaldandi sálfræðiþjónustu fyrir nemendur FS – Menntamálaráðuneyti dregur lappirnar

Sviðsstjóri fræðslusviðs Reykjanesbæjar gerði grein fyrir því að ekki hefur enn fengist fjármagn frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu í áframhaldandi þjónustu vegna samstarfsverkefnis fræðslusviðs Reykjanesbæjar og Fjölbrautaskóla Suðurnesja um sálfræðiþjónustu fyrir nemendur skólans, á fundi ráðsins á dögunum.

Fræðsluráð ítrekar mikilvægi þjónustunnar og að hún verði áfram í boði fyrir nemendur FS. Enn fremur felur fræðsluráð sviðsstjóra að fylgja málinu eftir.