Nýjast á Local Suðurnes

Kórónuveirusmit á leikskóla í Reykjanesbæ

Kennari á leikskólanum Holti í Reykjanesbæ hefur greinst með kórónuveiruna og verður leikskólinn lokaður á morgun föstudag.

Í tölvupósti til foreldra kemur fram að starfsfólk leikskólans verði boðað í sýnatöku á morgun og ákvörðun um hvernig sýnatöku hjá börnum á leikskólanum verður háttað verður tekin þegar niðurstöður úr sýnatöku starfsfólks liggja fyrir. Málið er unnið í samstarfi við smitrakningarteymi og fræðsluyfirvöld í Reykjanesbæ.