Nýjast á Local Suðurnes

Forstjóri Bláa lónsins fékk viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins – Mikil aukning gesta

Grímur Sæmundsen og Bláa Lónið fengu í dag viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins. Það var Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sem afhenti forstjóranum verðlaunin á Hótel Sögu í dag.

Bláa Lónið er langvinsælasti áfangastaður erlendra ferðamanna á Íslandi og er á meðal þekktustu  áfangastaða Íslands og fjölgaði gestum úr 460.000 í 918.000. Þá jókst hagnaður fyrirtækisins úr 3,5 milljónum evra í 15,8 milljónir evra á milli ára.

Í tilkynningu kemur fram að Grímur hafi stofnað Bláa Lónið árið 1992 og að hann hafi stýrt félaginu frá þeim tíma. Hann segir í viðtali í Áramótum, tímariti Viðskiptablaðsins, árið í ár ætla að verða enn betra en árið 2015 hvað varðar tekjur, afkomu og fjölda gesta.