Nýjast á Local Suðurnes

Rúmlega 300 skjálftar við Grindavík

Jarðskjálftavirkni hefur aukist á ný í grennd við Grindavík, en rúmlega 300 skjálftar hafa mælst um helgina, sá stærsti 2,7, á fjórða tímanum í gær.

Veðurstofunni bárust tilkynningar um skjálfta sem fannst í Grindavík í nótt og mældist 2,5 að stærð. Síðustu vikur hafði heldur dregið úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga en rúmlega 120 jarðskjálftar mældust þar í síðustu viku, samkvæmt vef Veðurstofunnar.