Nýjast á Local Suðurnes

Fimm milljónasta farþeganum fagnað á Keflavíkurflugvelli

Um hádegið í dag fór fjöldi farþega um Keflavíkurflugvöll í fyrsta sinn yfir fimm milljóna múrinn innan sama árs. Það var parið Leanna Cheecin Lau og Gregory Josiah Lue sem voru hin heppnu en starfsfólk Isavia tók vel á móti þeim og fengu þau flug frá WOW air, gjafaöskju frá Fríhöfninni, blómvönd auk þess sem veitingastaðurinn Nord á Keflavíkurflugvelli tók á móti þeim með glæsilegum mat.

Parið var á leið til Baltimore með Wow Air og þaðan til Los Angeles þar sem þau eru búsett. Þau fara í eina utanlandsferð á ári og ákváðu þetta árið að fara til Íslands þar sem þau dvöldu í viku. Þau voru mjög ánægð með ferðina og skoðuðu meðal annars Jökulsárlón og Gullfoss og Geysi.