Nýjast á Local Suðurnes

Vegleg þrettándagleði í Grindavík – Flugeldasýning og búningakeppni

Grindvíkingar halda sína árlegu þrettándagleði miðvikudaginn 6. janúar næstkomandi. Að vanda munu börn ganga í hús og sníkja nammi og þá verður skemmtidagskrá í íþróttahúsinu og flugeldasýning á vegum Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í boði fjölmargra fyrirtækja úr Grindavík.

Dagskráin hefst klukkan 18:00 með upphitun í íþróttahúsi, þar verður meðal annars boðið upp á andlitsmálun í anddyri íþróttahússins á vegum Þrumunnar. Þá verður skráning í búningakeppnina en keppnin verður þrískift;
A) Leikskólabörn B) 1.-3. bekkur C) 4.-8. bekkur.
Myndataka (allar myndir settar á Facebooksíðu bæjarins).
Tónlist í íþróttasal. Íþróttafjör fyrir hressa krakka frá kl. 18-19.

Kl. 19:00 hefst svo dagskrá í íþróttahúsi og er hún eftirfarandi:

  • Atriði frá fimleikadeild.
  • Álfakóngur og álfadrottning syngja. Sigga Mæja og Palli. Undirleikur: Renata Ivan.
  • Atriði frá dansskóla Hörpu & Erlu.
  • Söngatriði frá nemendum Tónlistarskólans.
  • Sýningaratriði frá taekwondodeild UMFG.
  • Útnefning á Grindvíkingi ársins.
  • Úrslit í búningakeppni.
  • Jólasveinar koma í heimsókn.

Kaffi- og eða sjoppusala í íþróttahúsinu á vegum 7. og 8. flokks karla í körfuknattleik. Allur ágóði rennur í ferðasjóð.

Kl. 20:00 Gengið fylktu liði niður að Kviku – kyndilberar frá Hafbjörgu

Kl. 20:15 Glæsileg flugeldasýning við höfnina í boði:

Besa, Bláa Lónið, EB. þjónusta, Einhamar Seafood, Fiskmarkaður Suðurnesja,
Fiskverkun ÓS, Fjórhjólaævintýri, Flutningaþjónusta Sigga, GG Sigurðsson, Grindin, Grindavíkurbær, Hárhornið, Hérastubbur bakari, Hjólbarðaverkstæði Grindavíkur, Íslandsbleikja, Jón og Margeir, Jónsi Múr, Köfunarþjónusta Gunnars, Landsbankinn, Málningaþjónusta Grétars, Málningaþjónusta Rúnars, Nettó, Northern Light Inn,
Olís, Palóma, Papa’s Pizza, PGV-Framtíðarform, Seglasaumur Sigurjóns, Shell (Orkan), Sílfell, Sjómannafélag Grindavíkur, Sjómannastofan Vör, Sjóvá, Staðarþurrkun, Stakkavík, Tannlæknastofa Guðmundar Pálssonar, TG Raf, Tryggingamiðstöðin, Veitingahúsið Salthúsið, Vélsmiðja Grindavíkur, Vísir, Þorbjörn, Örninn GK 203.

Þrettándagleðin er samstarfsverkefni frístunda- og menningarnefndar Grindavíkurbæjar og Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar.