Nýjast á Local Suðurnes

Sigurður hættir og Haraldur tekur við

Stjórn knattspyrnudeildar Keflavíkur hefur ákveðið að Sigurður Ragnar Eyjólfsson láti af störfum sem þjálfari karlaliðs Keflavíkur. Ákvörðun var tekin í dag og Sigurði tilkynnt um starfslok. Haraldur Guðmundsson mun taka við liðinu.

Stjórn knattspyrnudeildar Keflavikur þakkar Sigurði fyrir samstarfið undanfarin ár og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni, segir í tilkynningu.