Sveindís Jane frá í nokkrar vikur vegna meiðsla

Knattspyrnukonan Sveindís Jane Jónsdóttir verður frá keppni fram í miðjan júní vegna hnémeiðsla. Hún var borin meidd af velli í leik með Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni um helgina.
Sveindís Jane kemur til með að missa af næstu fimm leikjum Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni og búast má við að hún missi af þeim vináttulandsleikjum sem Ísland spilar í júní.