Nýjast á Local Suðurnes

Meira en helmingur starfsfólks á leikskólum á Suðurnesjum er ófaglært

Í desember 2014 voru starfræktir 15 leikskólar á Suðurnesjum og þá sóttu um 1.430 nemendur, þetta er töluverð fjölgun frá árinu 2000 en þá voru starfræktir 10 leikskólar á vegum sveitarfélagana og þá sóttu um 850 nemendur. Þessi þróun er í takt við fjölgun íbúa á Suðurnesjum en þeim hefur fjölgað um tæplega 6.000 á sama tímabili.

holt sumarh10

Um 1430 börn sækja 15 leikskóla á Suðurnesjum

Þrátt fyrir að starfsmönnum leikskóla hafi fjölgað frá fyrra ári, en þeir eru nú um 400 á Suðurnesjum, fækkaði menntuðum leikskólakennurum um 20 frá desember 2013 og voru menntaðir leikskólakennarar 107 í desember 2014 og um 40 hafa aðra uppeldismenntun að baki. Athygli vekur að rúmlega 60% starfsfólks á leikskólum á Suðurnesjum er ófaglært.

6,5% leikskólabarna þurfa sérstakan stuðning

Starfsfólki við stuðning fjölgaði töluvert, enda fjölgaði börnum sem nutu sérstaks stuðnings umtalsvert. Í desember 2014 nutu 92 börn á Suðurnesjum sérstaks stuðnings vegna fötlunar, félagslegra eða tilfinningalegra erfiðleika, eða 6,5% leikskólabarna. Þetta er fjölgun um 22 börn frá fyrra ári. Aldri hefur jafnhátt hlutfall barna notið stuðnings á Suðurnesjum. Eins og undanfarin ár eru fleiri drengir í þessum hópi og nutu 61 drengur og 31 stúlka stuðnings árið 2014.