Fá ekki að bæta við bílasölu á Fitjum
Fyrirtækið K. Steinarsson óskaði eftir því við Umhverfis- og Skipulagsráð Reykjanesbæjar á síðasta fundi ráðsins að fyrirtækinu yrði úthlutað lóð og að leyfi yrði veitt til reksturs bílasölu við Fitjar.
Fyrirtækinu, sem rekur bílasölu við Holtsgötu í Njarðvík og hefur meðal annar umboð fyrir KIA bifreiðar, varð hins vegar ekki ágengt með ósk sína þar sem erindinu var hafnað á þeim forsendum að slík starfsemi samræmist ekki aðalskipulagi þeirrar lóðar sem fyrirtækið óskaði eftir að fá.