Nýjast á Local Suðurnes

Grindvíkingar fá öflugan miðvörð

Grindavík hefur fengið króatíska miðvörðinn Josip Zeba í sínar raðir en hann hefur gert tveggja ára samning við félagið. Zeba er 28 ára og kemur frá liðinu HAGL sem er frá Víetnam.

Árin 2016 til 2018 var Zeba á mála hjá FC Aluminij sem leikur í Slóvensku úrvalsdeildinni. Þar hefur hann skorað sjö mörk í 52 leikjum. Zeba lék einnig yfir 100 leiki í efstum deildum í Króatíu.