Nýjast á Local Suðurnes

Vill að æðstu embættismenn Reykjanesbæjar lækki laun sín

Margrét Þórarinsdóttir, bæjarfulltrúi Miðflokksins, vill að æðstu embættismenn Reykjanesbæjar taki á sig launalækkun vegna ástandsins í kjölfar Covid 19.

Margrét lagði fram bókun þess efnis á síðasta fundi bæjarráðs. Bókunin er hér fyrir neðan í heild sinni:

“Reykjanesbær stendur frammi fyrir miklum samdrætti í tekjum vegna Covid 19 veirufaraldursins og að sama skapi munu útgjöld aukast. Nauðsynlegt er að ráðast í hagræðingu vegna þessa. Kostnaður stjórnsýslu bæjarins hefur vaxið mikið á skömmum tíma. Nauðsynlegt er að lækka launa æðstu embættismanna“.
Margrét Þórarinsdóttir (M)