Nýjast á Local Suðurnes

Jafnt hjá Njarðvík á Húsavík – Veittu Keflvíkingum stuðning gegn KA í leiðinni

Ari Steinn Guðmundsson bjargaði stigi fyrir Njrðvíkinga þegar þeir sóttu Völsung heim á Húsavík í dag, Ari Steinn skoraði jöfnunarmark Njarðvíkinga á 59. mínútu leiksins, eftir að Völsungar höfðu komist yfir á 25. mínútu.

Þegar fimm umferðir hafa verið leiknar í 2. deildinni sitja Njarðvíkingar í þriðja sætinu, með tíu stig og sex mörk í plús.

Njarðvíkingar gerðu 90 mínútna hlé á leið sinni til Húsavíkur og veittu grönnum sínum úr Keflavík stuðning í baráttunni við KA fyrr um daginn, leiknum hjá Keflavík lauk einnig með 1-1 jafntefli.

njardv fotb2

njardv fotb