Nýjast á Local Suðurnes

Tveir fluttir með sjúkrabíl frá gosstöðvum

Óttast var að einstaklingur hefði fótbrotnað við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall í gær og var viðkomandi fluttur með sjúkrabíl á slysadeild.

Í tilkynningu lögreglu segir að aðgerðir viðbragðsaðila hafi tekið um tvær klukkustundir.

Þá sóttu sjúkraflutningamenn mann sem hafði fundið fyrir veikindum við upphaf göngu á svæðið. Viðkomandi var einnig fluttur á sjúkrahús.