Nýjast á Local Suðurnes

Tekinn við kókaínsölu á skemmtistað

Lögreglan á Suðurnesjum handtók mann á skemmtistað í umdæminu aðfaranótt sunnudags vegna gruns um að hann væri með fíkniefni í fórum sínum og væri jafnframt að selja þau á staðnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Suðurnesjum.

Maðurinn reyndist vera með um níu grömm af fíkniefnum í dós og gaf forpróf til kynna að um kókaín væri að ræða. Maðurinn viðurkenndi í skýrslutöku á lögreglustöð að efnið væri kókaín. Hann neitaði hins vegar að hann hefði verið að selja fíkniefni.

Töluverðir fjármunir sem maðurinn hafði í fórum sínum voru jafnframt haldlag