Nýjast á Local Suðurnes

Mótmæla flutningi bókasafns í Hljómahöll

Vinir Hljómahallar hafa ákveðið að blása til viðburðar, í kvöld, til að mótmæla flutningi bókasafns Reykjanesbæjar í rými Rokksafns Íslands í Hljómahöll.

Viðburðurinn hefst klukkan 20 og munu Jakob Frímann Magnússon, Bragi Valdimar Skúlason og Páll Óskar Hjálmtýsson taka til máls sú þess sem nemendur Tónlistarskóla Reykjanesbæjar flytja tónlist við hæfi og hljómsveitin Nostalgía kemur fram.

Ákvörðun meirihlutans mun hafa slæmar afleiðingar fyrir menninguna hér í bæ sem og hafa neikvæð áhrif á aðila í verslun og þjónustu, segir í tilkynningu. Þá mun þessi ákvörðun einnig koma til með að þrengja að starfsemi Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og almennri starfsemi í Hljómahöll.

Þá segir að lítil sem engin sátt sé um það að flytja bókasafnið í sjálfa Hljómahöllina. Við munum því koma saman, eiga góða stund og hvetja meirihlutann til að falla frá ákvörðun sinni.