Nýjast á Local Suðurnes

Æstir Njarðvíkingar sektaðir

Knattspyrnudeild Njarðvíkur þarf að greiða sekt til KSÍ liðið fékk átta refsistig í bikarleik á dögunum.

Einn leikmaður og tveir á bekknum fengu rautt spjald og auk þess fékk aðstoðarþjálfarinn Sigurður Már Birnisson að líta rauða spjaldið, Slavi Miroslavov Kosov fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt og loks fékk framkvæmdastjóri deildarinnar, Ingi Þór Þórisson, rauða spjaldið. Alls þarf Njarðvík að greiða 48 þúsund krónur í sekt vegna þessa.