Nýjast á Local Suðurnes

Bjóða út byggingu 115 barna leikskóla

Reykjanesbær óskar eftir tilboðum í áfanga III í uppbyggingu Stapaskóla við Dalsbraut, en um er að ræða leikskólabyggingu.

Flatarmál stækkunarinnar er 1640 m2 og mun stækkunin hýsa 5 deilda leikskóla fyrir um 115 nemendur ásamt stoðrýmum, frístundarheimili og vinnustofur fyrir kennara.