Nýjast á Local Suðurnes

Hreinsuðu rúm 50 tonn af rusli úr náttúrunni

Sjálfboðaliðar á vegum Bláa hersins voru öflugir á síðasta ári, en alls hreinsuðu þeir rúm 27 tonm af rusli úr umhverfinu.

Þetta kemur fram í stöðuuppfærslu á Facebook, en þar kemur einnig fram að þeir hafi safnað rúmlega 25 tonnum af rafgeymum sem fóru í endurvinnslu.

Stefnan virðist vera að gera enn betur á þessu ári, en nú er verið að leggja lokahönd á ársuppgjör samtakanna og sækja um styrki hjá hinu opinbera.