Nýjast á Local Suðurnes

Breytingar á opnunartíma Dósasels

Opnunartíma Dósasels hefur verið breytt, en nú opnar fyrir móttöku einnota umbúða í aðstöðu félagsins við Hrannargötu klukkan 12:30 mánudaga til fimmtudaga og klukkan níu á föstudögum.

Athygli er vakin á þessu á fésbókarsíðu Dósasels en opnunartíminn breyttist um mánaðarmótin apríl-maí 2020.

Opnunartíminn verður
Mánudaga-Fimmtudaga 12:30-16:30
Föstudaga 9:00-12:30.