Nýjast á Local Suðurnes

Sveindís Jane byrjar af krafti í Svíþjóð

Sveindís Jane Jónsdóttir var í byrjunarliði sænska liðsins Kristianstad þegar liðið heimsótti Eskilstuna í dag og er óhætt að segja að hún hafi stimlað sig inn í deildarkeppna með stæl.

Sveindís skoraði fyrsta mark leiksins á 11. mínútu þegar hún komst inn í sendingu og skoraði með skoti í gegnum klof markvarðar Eskilstuna. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Sveindís var að leika sinn fyrsta leik í sænsku deildinni en hún er á láni frá Wolfsburg í Þýskalandi.