Nýjast á Local Suðurnes

Harma að Norðurál virði ekki samninga

Norðurál Helguvík ehf. hefur ekki staðið við ákvæði samninga varðandi lóðarleigu ársins 2021, til Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar, en tæpir þrír mánuðir eru síðan greiðslur vegna þessa áttu að berast sveitarfélögunum.

Hafnarstjóri Reykjaneshafna getði grein fyrir samskiptum sem hafa verið milli aðila á fundi hafnaráðs á dögunum og var eftirfarandi lagt fram á fundinum:

Norðurál Helguvík ehf. leigir af Reykjaneshöfn lóðina Stakksbraut 1 í Suðurnesjabæ og lóðina Stakksbraut 4 í Reykjanesbæ og skal samkvæmt samningum greiða árlega lóðarleigu þeirra í síðasta lagi 31. janúar viðkomandi ár. Í dag er 15. apríl eða 74. dagur frá eindaga greiðslunnar sem hefur enn ekki borist Reykjaneshöfn. Stjórn Reykjaneshafnar harmar að Norðurál Helguvík ehf. skuli ekki virða samningsskyldur sínar með greiðslu lóðarleigu ársins 2021 og felur hafnarstjóra að undirbúa þær ráðstafanir sem til þarf til að gæta hagsmuna hafnarinnar.