Nýjast á Local Suðurnes

Lagfæra gönguleiðir og bílastæði við gossvæði

Verktakar hafa hafið vinnu að laga gönguleiðir á gossvæðinu inn í Geldingadali, en gönguleiðin er orðin að drullusvaði á löngum kafla.

Um 60.000 manns hafa lagt leið sína á svæðið í öllum veðrum frá því gos hófst með tilheyrandi skemmdum á svæðinu. Þá er einnig unnið að úrbótum á bílastæðinu.

Mynd: Skjáskot / Stöð 2