Gul viðvörun – Mikilvægt að hreinsa frá niðurföllum
Hvöss suðaustanátt og rigning birtist í kortum Veðurstofu í dag og er gul viðvörun í gangi fyrir sunnanvert landið.
Búast má við talsverðum leysingum og mikilvægt er að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnsjón. Mikil hálka getur myndast þar sem rignir á klakabunka eða þjappaðan snjó, segir á vef Veðurstofunnar.