Nýjast á Local Suðurnes

Lögregla biður fólk um að hætta við fyrirhuguð afbrot um sinn

Lög­regl­an á Suður­nesj­um er líkt og oft áður á léttu nótunum á fésbókarsíðu sinni, en þar á bæ sendu menn frá sér afar áhugaverða til­kynn­ingu þar sem fólk sem hyggst brjóta af sér er vin­sam­leg­ast beðið um að hætta við þau áform í bili. Ástæðan fyr­ir þess­ari form­legu beiðni er ástandið sem mynd­ast hef­ur vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins.

Þetta kem­ur fram í stöðufærslu á Face­book-síðu Lög­regl­unn­ar á Suður­nesj­um. Þar er því einnig beint til al­menn­ing að fara eft­ir til­lögu Víðis Reyn­is­son­ar um að eiga veiru­laus­an klukku­tíma milli klukk­an 20:00 og 21:00 í kvöld.